Sjáumst aftur . . .

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2001
Flokkur: 

Úr Sjáumst aftur . . .:

- Svei mér þá, þú ert með blóðnasir og færð kúlu á ennið. Hvernig stóð á þessu?
- Ég, ég fór í tréskóna.
- Dastu?
- Nei, en það varð allt eitthvað svo skrítið. Katla opnaði augun og hnyklaði brúnir.
Mamma hennar reisti sig upp og starði á hana.
- Hvað áttu við?
- Ég fór í skóna og þá breyttist allt í húsinu, ég meina eins og ég færi langt, langt aftur í tímann og sæi húsið eins og það var fyrir löngu.
- Veistu, ég held þú ættir að leggjast út af smástund. Mamma hennar studdi höndum á mjaðmir sér og horfði áhyggjufull á hana. Svo lagði hún höndina á enni hennar og tók undir handlegg hennar, leiddi hana inn í stofu og lét hana leggjast á sófann.
- Þetta er alveg satt, mamma, sagði Katla þegar hún sá efasvipinn á mömmu sinni.
Svo kinkaði mamma hennar kolli.
- Þú sást eitt og annað þegar þú varst minni en ég hélt að það hefði elst af þér eins og það gerði með pabba þinn.
- Ertu að meina ... er eitthvað að mér?
- Síður en svo, þú sérð bara meira en aðrir. En liggðu kyrr, elskan mín, ég ætla að vinda klútinn aftur.

(s. 33-34)