Sniglaveislan

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1994
Flokkur: 

Úr Sniglaveislunni:

Á fyrstu síðu er mynd af krókódíl að teikna snigla í stílabók með gulum blýanti, en aftar eru sögur af tröllum og álfum, viðtal við gíraffa sem kann að standa á einum fæti og frásögn af raunamæddri prinsessu í Suðurlöndum. Það eru fleiri en ein litmynd á sumum síðunum og letrið er stórt. Dóttir hans heldur mest upp á álfana og gíraffann; hann minnir að hann hafi gert það líka þegar hann var drengur. Honum hefur verið sagt að hann hafi fengið bókina að gjöf frá afa sínum þegar hann var á þriðja ári.

(s. 7)