Snuðra og Tuðra verða vinir

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1991
Flokkur: 

Myndir: Gunnar Karlsson. Bókin var endurútgefin af bókaútgáfunni Sölku 2006 með myndum eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur.

Úr Snuðra og Tuðra verða vinir:

Svo settist hún hjá Snuðru.
- Þú mátt hafa allt dótið, Snuðra mín, sagði hún.
Hún tók stóru brúðuna og lagði hana við hliðina á Snuðru, líka handlegginn og hausinn. Svo tók hún bílinn frá Skeggja frænda og síðan allt hitt dótið. Og hún las langa sögu fyrir Snuðru. Að vísu kunni hún ekki að lesa stafina en myndirnar las hún af mikilli list.
- Ef þér verður kalt skal ég aka þér inn í bílnum frá Skeggja frænda, sagði hún.
- Af hverju ertu svona góð við mig? hvíslaði Snuðra.
- Bara af því að þú meiddir þig, sagði Tuðra.
- Ætlarðu þá að vera vond við mig þegar mér batnar? spurði Snuðra.
Tuðra velti vöngum.
- Ég veit það ekki, sagði hún.