Sólsetursstræti

Sólsetursstræti
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2016
Flokkur: 

Úr Sólsetursstræti

Í Parísarborg

Við gleymdum
að fara í járnbrautarlestinni
suður á bóginn
að sjá akra og tún
franska bóndans
uppskeran í hús
eftir gjöfult sumar

En við munum ennþá
eftir hvort öðru
Í París
gangandi gömul stræti
ilmur borgarinnar
gleymist aldrei
og ljós borgarinnar
lýsa enn
upp huga okkar

Opnum gluggann
og sjáum myndir
renna
eins og filmu

Hluti af okkur sjálfum
varð eftir
í borg ljósanna
og sameinast sögunni
sem verður sögð
síðar
einhverjum öðrum
í skini Parísarborgar