Stjarna Strindbergs

stjarna strindbergs
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2011

Höfundur er Jan Wallentin

Um bókina

Í gömlum námugöngum í sænsku Dölunum finnst lík sem heldur á krossi. Í ljós kemur að krossinn tengist týndri stjörnu. Gripirnir tveir eru lykill að best varðveitta leyndarmáli veraldar.

Þegar gripirnir koma fram í dagsljósið eftir að hafa verið faldir í heila öld getur eltingarleikurinn hafist. Sagnfræðingurinn Don Titelman er bæði veiðimaður og bráð í þeirri atburðarás sem nú hefst – án þess að hann viti hvers vegna. Eitt er hann þó með á hreinu: lendi krossinn og stjarnan í röngum höndum er voðinn vís.

Úr bókinni

   Erik hreyfði froskalappirnar kröftuglega og geislarnir frá ennisluktinni hvörfluðu um veggina í leit að hindrunum. Hann var svo upptekinn af því að fylgjast með því sem var til hliðar við hann að engu munaði að hann synti á járnhurð. Hún var þakin ryði, götótt og hékk á bognum hjörum út úr gangaveggnum. Í gegnum eina af sprungunum sá hann slagbrandinn sem hindraði að hurðin opnaðist.
   Erik beindi ljósinu að brúnum og molnuðum málminum ... og hvað var þetta? Einhverskonar kalkúrfellingar?
   Hann synti aðeins nær.
   Nei ... ekki kalk. Hvít krítarstrik. Einhver hafði skrifað óskiljanlegt orð, skjálfandi hendi með stórum bókstöfum:

                                      NIFLHEIMUR

 

(s. 18)