Súkkulaði

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2007


Skáldsagan Chocolat eftir Joanne Harris í íslenskri þýðingu Eiríks Arnar Norðdahl.

Af bókarkápu:

Þegar Vianne Rocher flyst búferlum í franska smáþorpið Lansquenet og opnar þar súkkulaðiverslun gegnt kirkjunni, þykist séra Reynaud hafa borið kennsl á mikla ógn við söfnuð sinn - sérílagi þar sem hún birtist í upphafi föstunnar. Stríði er lýst yfir og presturinn fordæmir varning nýbúans af sömu hörku og frumsyndina sjálfa.

Með tilkomu búðarinnar finnst nú skyndilega staður í þorpinu þar sem hægt er að hvísla leyndarmálum, opinbera gremju og láta reyna á draumana. En þegar Vianne ákveður að halda mikla súkkulaðihátíð um páska klofnar samfélagið, fólk skiptist í fylkingar eftir því hvort það styður kirkjuna eða súkkulaðið. Þegar nær dregur páskum fær fólk vatn í munninn - getur hátíðleiki kirkjunnar keppt við þá heiðnu ástríðu sem finna má í súkkulaðimola?