Sumarljós, og svo kemur nóttin

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2005
Flokkur: 

Endurútgefin í kilju 2006.

Um bókina:

Um er að ræða safn tengdra sagna sem allar hafa sama sögusvið, smáþorp á Vesturlandi, þar sem hver íbúinn á fætur öðrum reikar ráðþrota um villugjörn öngstræti hjartans. Meðal eftirminnilegra persóna verksins eru forstjórinn sem fór nótt eina að dreyma á latínu, fuglamálarinn Jónas sem hefði aldrei átt að hefja störf hjá lögreglunni, draugurinn á Lagernum og þau Kjartan og Kristín sem bjuggu á sitthvorum bænum og fóru að hittast á laun úti í náttúrunni.

Úr Sumarljós, og svo kemur nóttin:

„Hér eru nokkur tugir einbýlishúsa, flest miðlungsstór og teiknuð af andlausum arkitektum eða tæknifræðingum, merkilegt hvað við gerum litlar kröfur til þeirra sem setja jafn mikinn svip á umhverfið. Hér eru líka þrjú sex íbúða raðhús og nokkur snotur timburhús frá fyrri hluta 20. aldarinnar, það elsta níutíu og átta ára gamalt, byggt árið 2003, svo fúið að stórir bílar aka löturhægt framhjá því. Stærstu byggingarnar eru sláturhúsið, Mjólkurstöðin, Kaupfélagið, Prjónastofan, engin þeirra er falleg en hér er aftur á móti snotur bryggjustúfur sem steyptur var út í sjóinn fyrir fimmtíu árum, hingað koma aldrei skip eða bátar en það er gaman að pissa fram af bryggjunni, skemmtileg hljóð þegar bunan lendir í sjónum.“

(s. 8)

Sjá umfjöllun