Svarthol

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1998
Flokkur: 

Úr Svartholi:

Smáatriðin

þegar ég horfi á framhaldsþætti
í sjónvarpinu
þá fylgist ég einungis með aukaleikurunum

í bakgrunninum
fólkinu sem þarf að halda uppi samræðum
bara til þess að hreyfa munninn
eða þarf að grípa inn í atburðarásina
með einhverri einni línu
eða hreyfingu
sem það var valið til að framkvæma
úr hópi hundraða umsækjenda

þessum hversdagshetjum

(s. 17)