Svarti skugginn

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Akureyri
Ár: 
1971
Flokkur: 

Úr Svarta skugganum:

Bolli varð strax forvitinn, því hann heyrði það á mæli Adda, að hann var spenntur, því Addi talaði óvanalega hratt, en það var ekki vani hans nema eitthvað merkilegt væri á döfinni, því alla jafna var hann hægur og ljúfur í viðmóti. -É-ég sá mjög grunsamlegan mann í flugvélinni í dag. Hann sat meira að segja við hliðina á mér, o-og hann var með pakka, sem, sem var fullur af 1000 króna seðlum, ruddi Addi út úr sér. - 1000 króna seðlum! Og er eitthvað grunsamlegt við það, þótt maðurinn hefði á sér peninga, svaraði Bolli og var ekki rétt vel með á nótunum. - Ha-hann veit ekkert um, að ég er með þessa peninga. É-ég er viss um, að, að hann hefur stolið þessu frá Sjöstjörnunni h.f., bunaði Addi áfram. - Hvað ertu að fara? Frá Sjöstjörnunni h . . . . Heyrðu! Ja-há, bíddu við; ég heyrði sagt frá innbroti þar í fréttunum. Ertu viss um, að þessi maður sé þjófurinn? - Viss, ja, nei, kannski ekki fyllilega, en maðurinn er mjög grunsamlegur, því hann skemmdi mynd af sjálfum sér, sem var í „Vikunni“, og. . . . - Nei, hættu nú! Þetta fer að verða allt of flókið, til þess að tala um það í síma, greip Bolli fram í. – Ég kem á auga-lifandi bragði. Hefurðu talað við Skúla? - Nei, ég hringdi áðan, en Skúli var á verkstæðinu hjá Ársæli frænda sínum. - Hringdu þangað og láttu kauða mæta. Við verðum að kryfja þetta mál til mergjar. Kannski er þetta upphaf nýrra ævintýra, lagsmaður Gróa. Vertu sæll!

(s. 25)