Svavar Guðnason

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Hellerup
Ár: 
1991

Úr bókinni:

COBRA, hvað kemur í hugann? Annað en meinskæði eiturormurinn með klofnu tunguna sem vélaði vitið í karlmaninn með þvi að fara rétt að konunni. Nú er þetta nafn komið í listasöguna, ekki sem tvíbent vísdómstákn í slöngulíki eins og gerðist í goðafræði, heldur heiti á listastefnu sem listfræðingar rækta á bókum sínum og málfundum og er komið æði langt frá því upphafi sem hér verður vikið að.

Í fyrstu var þetta orð haft um samfylgd listamanna sem tengdust sameiginlegum viðhorfum eða afstöðu til listar sinnar, jafnvel heimseki, og bundust flestir svipuðum þjóðfélagsskoðunum, voru róttækir menn að byggja upp nýjan heim í brunarústum eftir heimsstyrjöldina síðari. Þeir hóuðu sig saman þegar aðstæður leyfðu og var nafnið tekið úr upphafsstöfum þeirra borga þar sem frumkvöðlar þessarar hreyfingar eð samfylkingar höfðu vistazt: Copenhagen, Bruxelles, Amsterdam. Síðan hefur þetta orðið fínt vörumerki á markaðstorgum heimslistar, og hefur þróazt í ýmsar áttir þótt enn megi greina ákveðin frumstef eða frekar frumtök. Það er verið að halda Cobra-sýningar víða og blanda saman gömlum liðsmönnum og nýjum.

En undirrót þessa alls er í starfi hóps manna sem er kenndur danskri list upp úr miðjum fjórða áratugnum fram yfir stríðið. Og í þessum hópi gegndi Íslendingurinn Svavar Guðnason megin hlutverki. Það vissu félagar Svavars og mátu, sem og aðrir sem þa fylgdust með. En nú er kannski tímabært að endurmeta Svavar Guðnason sem listamann, og þá bæði sem frumvköðul í Cobra-málverkinu og ekki síður hlut hans í íslenzkri list, og í evrópskri myndlist.

(7-8)