Sverðberinn

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2004
Flokkur: 

Ragnheiður Gestsdóttir hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin árið 2005 fyrir Sverðberann og höfundarverk sitt.

Af bókarkápu:

Kvöldið sem slysið varð, kvöldið sem þau gerðu hlé á spilamennskunni til að sækja Veru í vinnuna, var Signý loksins búin að finna nafn á persónuna sína. Leda skyldi hún heita. Eftir slysið vaknar Leda - Sverðberinn - í ókunnum heimi þar sem hún á fyrir höndum erfitt og hættulegt verkefni. Á meðan sefur Signý þungum svefni á spítalanum og enginn veit hvort hún vaknar nokkurn tíma aftur.