Tannfé handa nýjum heimi

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1960
Flokkur: 

Úr Tannfé handa nýjum heimi:

Þoka

Nú er þokan lögzt yfir vatnið
vegmóð ógnandi vættur utan úr fjarskanum
og vill nú hremma mig í klær sér
gamlan vin

Nú hrasa ég á fjárgötunum
og steyti fót minn við kalviði
þar sem birkilundurinn óx

Fyrir nokkrum mánuðum
tróð ég þetta lyng
sveipaður hlýrri þoku
vinur þokunnar

Hví eru hér sviknir eiðar

Óvörum
rofin grið

Ég vænti mér ekki hlífðar
en dalur hví ertu mér harðleikinn
og hef ég þó engu níði farið um þessa byggð