Það er að hefjast gleðskapur

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2007

Smáprósar eftir Ivor Cutler (Skotland) í íslenskri þýðingu Óskars Árna Óskarssonar.

Sjá um Cutler á vefsíðu tileinkaðri skáldinu

Úr Það er að hefjast gleðskapur:

Þín megin

Ég skildi þig eftir þar sem þú sast og fór yfir lækinn til að kaupa íþróttablaðið og gá að því hvort hesturinn minn hefði unnið. Þetta var í rigningartíð og lækurinn varð að miklu fljóti meðan ég sneri bakinu í hann. Það eina sem við gátum gert var að standa þarna og stara yfir ólgandi strauminn með áhyggufull bros á vör þangað til í janúar. Hesturinn minn hafði sigrað 1.000.000 á móti 1. - og veðmangarinn var þín megin.
(19)