Þetta er þitt líf

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1974
Flokkur: 
Úr Þetta er þitt líf:

Brotinn spegill

Skuggsjá gluggans
birtir þér útlínur einstæðings
í októbernæðingi
titrandi einsog trén í baksýn
í daufum bjarma götulukta
þreyjandi eilífðarlanga stund
við óm af stunum
og hálfsögðum orðum
handanvið glerið

óm sem sargar hverja taug líkamans

Þú sérð andlitslausa myndina
umhverfast í Orfeus
að leita Evrídíku og sjálfs sín
í kvikmynd eftir Cocteau

Örlagastökk
úr einni vitund í aðra
úr óvissu í fullvissu:
glerbrotin sáldrast yfir þig
blóð seytlar
bergmál atlotanna þagnar

Nakið neyðaróp
stirðnuð mynd ástar
sem aldrei verður notið

Evrídíka í Undirheimum
eilíflega glötuð