Þriggja orða nafn

Höfundur: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1982
Flokkur: 

Úr Þriggja orða nafni:

Vegurinn til Sunnuhlíðar

Þeir segja að vegurinn til Sunnuhlíðar
liggi gegnum myrkrið.
Þeir segja að vegurinn til Sunnuhlíðar
sé jafn torfær
og leið úlfaldans gegnum nálaraugað.
Þeir segja að vegurinn til Sunnuhlíðar
sé ófær öðrum en endurfæddum.
Þeir segja svo margt

Vegurinn til Sunnuhlíðar
hefur verið hér allan tímann.
Það var ég sem hvarf - ekki hann.
Svo langt getur hugurinn leitað út fyrir sig
að hann hverfi í djúpið
og drukkni í ystu myrkrum.
- Hvað er eitt líf milli vina?-

Vegurinn til Sunnuhlíðar
liggur milli augna þinna.
Hann fæðist með þér og deyr
og er hvergi annars staðar.
Þú getur leitað allt í kringum jörðina
en þú kemur alltaf að sjálfum þér aftur
og þar er svarið:

Vegurinn til Sunnuhlíðar
liggur gegnum hjarta þitt

(s. 89-91)