Úr Þrjár hendur:
Sumir legsteinar í garðinum
hálfir á kaf í snjó
og þessi eina nýtekna gröf
þau láta kistuna síga
sleppa svo takinu á köðlunum
og lúta þegjandi höfði
öll svartklædd nema indverska stúlkan
Klemmurnar á þvottasnúrunum
hafa hangið úti í allan vetur
og beðið eftir sængurverum
og litríkum bolum
sem einhver mun vonandi tína
upp úr stórri bastkörfu
í geislandi vorsól