Þrjár sólir svartar

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1988
Flokkur: 


Af bókarkápu:Þrjár sólir svartar er söguleg skáldsaga og greinir frá atburðum frá 16. og 17. öld. Aðalpersónurnar eru hinn frægi manndrápari Björn Pétursson (Axlar-Björn) og sonur hans Sveinn skotti sem var alræmdur landshornaflakkari. Þegar Axlar-Björn var tekinn af lífi gekk Þórdís kona hans með barn og í sögunni bindur hún saman æviþætti þeirra feðga og er jafnframt fulltrúi hinnar örsnauðu og umkomulausu alþýðu.Þrjár sólir svartar er óvenjuleg og eftirminnileg þjóðlífslýsing þar sem máttarstoðir þjóðfélagsins eru séðar með augum utangarðsfólks sem er hrjáð af harðneskjulegri valdstjórn, óblíðum lífskjörum og hindurvitnum. Í sögunni er annars margbreytilegt og ólgandi mannlíf með sérstæðum persónulýsingum og safaríkri kímni. Hið dulmagnaða örlagatákn í sögunni er öxin, hið óhugnanlega morðvopn, sem í sögulok birtist í samtíð okkar og minnir á að enn er illra veður von.Úr Þrjár svartar sólir:Það bar til eitt sinn að Björn svaf um messutíma inn í rúmi mót vilja og vitund Orms. Voru þeir þá tveir einir í bænum.Dreymir Björn að ókunnur maður komi til sín og héldi á diski með kjöti á, skornu í bita, og býður Birni. Björn þiggur kjötið. Étur hann átján bita og þykir hver öðrum lostætari. En við hinn nítjánda verður honum óglatt og illt og hættir við svo búið. Mælti þá draumamaður til Björns: - Vel gerðir þú að þiggja mat minn, og mun ég leggja meira til við þig síðar. Hverfur draumamaður við svo búið og vaknar Björn upp með andfælum. Í því gengur Ormur bóndi í svefnskála og spyr Björn hví hann sé ekki í kirkju. Sagði þá Björn að sótt hafi að sér svo mikinn svefn að hann hefði engan veginn getað farið til kirkju, en sofnað það sem hann var kominn.- Sjaldnast er slíkur svefn án drauma, sagði Ormur. Og hvað dreymdi þig fóstri?- Ekkert vil ég um það ræða, svaraði Björn.- Mun hann þá vita á miður gott, sagði Ormur, - og gerir þú rétt í að þegja þar um því svo mun illur draumur eftir ganga sem út er lagður.(s. 28)