Þrumufleygur

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2006
Unglingabókin Stormbreaker eftir Anthony Horowitz í íslenskri þýðingu Ævars Arnar.

Úr Þrumufleyg:

Alex hallaði hjólinu upp að vegg, hljóp lengra inn á svæðið og faldi sig bak við næstu brakhrúgu. Lætin í vélunum voru svo mikil að engin hætta var á að til hans heyrðist, en hann var samt hræddur um að einhver sæi hann. Hann stoppaði til að varpa mæðinni og strauk sér í framan skítugri hendi. Díselbrælan sveið í augum svo hann táraðist.
Hann var farinn að sjá eftir að hafa komið þegar hann loksins sá hann. BMW-bíll frænda hans stóð aðeins nokkra metra frá honum, einn og sér. Við fyrstu sýn virtist hann í fínu lagi og varla rispu að sjá á silfurglansandi lakkinu. Það var í það minnsta útilokað að þessi bíll hefði lent í mannskæðum árekstri við vörubíl, nú eða nokkuð annað ef út í það var farið. En þetta var bíll frænda hans, Alex þekkti númerið. Hann flýtti sér nær og sá að bíllinn var vissulega skemmdur þegar betur var að gáð. Framrúðan var í maski, rétt eins og allir gluggarnir á þeirri hlið sem að honum sneru. Alex laumaðist álútur fram eftir bílnum, framfyrir húddið, og að hinni hliðinni. Og fraus.
Ian Rider hafði ekki dáið í neinu slysi. Það var augljóst hvað hafði orðið honum að bana – jafnvel fyrir þann sem aldrei hafði séð neitt þessu líkt áður.

(s. 21)