Tími nornarinnar

Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2011

Spennuþáttaröð, sem er byggð á samnefndri skáldsögu Árna Þórarinssonar frá 2005. Þættirnir voru frumsýndir í RÚV veturinn 2011.

Handrit: Árni Þórarinsson
Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson
Meðal leikara eru: Hjálmar Hjálmarsson, Inga María Valdimarsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Sverrir  Guðnason, Örn Árnason og María Ellingsen

Um þættina:

Kona fellur útbyrðis í flúðasiglingu þegar hópur starfsmanna sælgætisgerðar á Akureyri er í óvissuferð. Ungur menntaskólanemi, sem fer með aðalhlutverk í uppfærslu leikfélags MA á Galdra-Lofti að Hólum í Hjaltadal, hverfur kvöldið fyrir frumsýningu.

Þessir atburðir eru meðal fyrstu verkefna Einars blaðamanns á Síðdegisblaðinu, sem hefur yfirgefið sínar fyrri veiðilendur, löggufréttir af höfuðborgarsvæðinu, og sest að í höfuðstað Norðurlands þar sem blaðið hefur nýopnað útibú. Honum líst illa á breytinguna, þrátt fyrir uppgangstíma á svæðinu sem meðal annars tengjast stóriðjuframkvæmdum. En hann stóð frammi fyrir auðveldu vali: Að byrja nýtt líf í nýjum heimkynnum, hætta að drekka, eða missa vinnuna ella. Áður en hann veit af hefur atburðarásin eytt efasemdum hans og við tekur margslungin flétta þar sem hver gátan rekur aðra.