Tré í húsi

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1989
Flokkur: 

Úr Tré í húsi:

Messa

Básúna hljómar
og dyr opnast á himni.

Fjallið lyftist undir fótum mínum
og svífur burt

en ég ligg eftir í sárinu.

Augasteinn

Nakin
með svartan augnlepp
og persneskan kött í fangi
beinir hún að mér brúnu auganu.

Hljóðlaust legg ég vopn mín niður,
lyfti höndum til himins.

Myrkrið dynur á mér
og kötturinn lepur blóð úr brjósti mínu.