Tvær sögur um tunglið

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1981
Flokkur: 

Með myndum eftir Gylfa Gíslason.

Úr Tveimur sögum um tunglið:

Þú veist bara ekki hvernig tunglið er, mamma. Það eltir mig hvert sem ég fer. Í gær þegar ég var hjá ömmu var það hjá afahúsi og þegar ég fór að leika mér við Siggu var það þar og nú er það komið hingað. Það bíður eftir mér bak við stóra tréð í garðinum hennar Tótu saumakonu.