Undir 4 augu

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2004
Flokkur: 

Sjálfstætt framhald bókarinnar Svalasta 7an.

Úr Undir 4 augu:

Daníel öskraði af öllum lífs og sálarkröftum, stökk fram hjá Jóel og flaug út um dyrnar. Jóel rann á rassinn á hálu gólfinu þegar hann tók til fótanna en var eldfljótur að standa upp og hlaupa á eftir vini sínum. Hann hafði enga tilfinningu fyrir útlimunum og fannst óttinn ætla að kreista úr sér líftóruna. Einhver hlaut að vera með vinnustaðagrín, nema strákana væri að dreyma. Daníel var nánast kominn að enda gangsins þegar Jóel hentist út um dyrnar á líkstofunni. Hann þráði að komast eins langt frá þessu húsi og hann mögulega gæti á augabragði en þegar hann taldi sig hólpin var honum kippt niður á jörðina. Hann hafði varla tekið eitt skref út á ganginn þegar gripið var í úlpuna hans og honum skellt á gólfið. Jóel öskraði, fann hvernig úlpan rifnaði og þegar hann leit aftur fyrir sig og bjóst við að líkið stykki á hann, sá hann að það var hurðarhúnninn sem hafði kippt í vasann á úlpunni. Nokkrum andartökum síðar var hann kominn út undir beran himin og vinirnir settu fjórfalt heimsmet í fimmhundruð metra hlaupi að kvöldlagi. Jóel hafði aldrei séð Daníel hlaupa svona hratt, hvorki í skólanum né á fótboltaæfingum. Þeir námu ekki staðar fyrr en við umferðarljós á Bústaðaveginum, austan Perlunnar.

(s. 10-11)