Undir högg að sækja

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1985
Flokkur: 

Önnur bókin í ritröðinni Aldarspegill. Efni: Nýskotin og volg: Hermann og kollan ; Óguðleg meðferð á barni: Drengurinn í haganum ; Mögur og máttlítil: Telpan í fjósinu.

Af bókarkápu:

,,Kollumálið svonefnda var eitt einkennilegasta hitamál stjórnmálanna á Íslandi á fjórða tug þessarar aldar. Aðalpersóna þess var Hermann Jónasson, fyrrum forsætisráðherra, sem þá var lögreglustjóri í Reykjavík.
Hermann var sakaður um að hafa skotið á fugla í Örfirisey og drepið þar æðarkollu, en það athæfi hefði verið brot á lögreglusamþykkt bæjarins. ,,Kollumálið varð pólitísk stórbomba ársins 1934 og blandaðist bæði inn í kosningabaráttu fyrir bæjarstjórnarkosningar og alþingiskosningar það ár. En hvað segja lögregluskýrslur og skjöl um þetta sérstæða mál? Skaut Hermann kolluna eða ekki?

Þessu máli og tveimur öðrum frá fyrri hluta aldarinnar gerir Elías Snæland Jónsson ítarleg skil með þessum nýja Aldarspegli. Með stíl sínum og framsetningu efnisins höfðar hann jafnt til ynga fólksins og hinna eldri sem muna tímana tvenna.