Upp á sigurhæðir: Saga Matthíasar Jochumssonar

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2006

Úr Upp af sigurhæðum:

Rétt fyrir jólin árið 1868 er Matthías á ferð í Reykjavík. Nóttina áður en hann ríður heim dreymir hann að hann sé í svefnhúsi þeirra Elínar og horfi á rekkju þeirra. Hún er bleikmáluð og í lögun eins og líkkista. Um leið heyrir hann bresta í bænum og hleypur út, og bæjarþilið fellur á hæla honum fram á hlaðið. Daginn eftir þennan undarlega draum ríður hann heim. Elín hans á von á barni og í honum er óhugur. Hann kemur við hjá séra Þorkeli, vini sínum á Mosfelli, sem ríður með honum út í Kollafjörð. Þótt Matthías hafi áhyggjur af draumnum segir hann ekkert við Þorkel fyrr en þeir kveðjast.

S. 223.