Út um lensportið

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1979
Flokkur: 

Úr Út um lensportið:

hljómar léku fyrir dansi ég geng í hringi um borðin það er svo asnalegt að standa og góna eins og þumbi ég geng með hendurnar í vösunum mér líður illa með hendurnar í vösunum ég veit svosem hversvegna þær líta framhjá tæmast á svipinn og ... ... þetta er svo heimskt og grimmt eins og plagöt afhverju get ég ekki verið hress klár þegar þeir segja eitthvað með glotti kúl við kókgatið mér dettur aldrei neitt í hug nema eftirá það eru allt og fáir hérna svo langt yfir gólfið allir að horfa af hverju kaupi ég svona lási föt og hendurnar á mér mér líður illa þegar ég hef ekki hendurnar í vösunum