Úr Vatnaskilum:
Skammdegisnæturbæn
Láttu ekki morðingjann
komast framhjá viðvörunarkerfinu
inn um glugga minn þessa nótt
og haltu alla tíma verndarhendi þinni
yfir keðjulásnum á dyrunum
þegar narkómaninn knýr á
og láttu í Jesú nafni
reykskynjarann ekki standa á sér
þegar brennuvargurinn kemur.
Ó, Guð.
Og taktu frá mér leiðindin
eirðarleysið
einmanaleikann
tilgangsleysið
eða láttu mig deyja
í nótt.