Vegurinn blái

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1998

Um þýðinguna

Ljóð úr ýmsum ljóðabókum eftir orkneyska skáldið George Mackay Brown.

Úr Veginum bláa

Rúnir úr Hrossey

Vetur
 Þríein vetrarbirta –
 brúðarlak, drengur í snjó,
 kirkjugarðsskófla.

Hlöðudans
 Fiðlari til kaupakvenna, ræll,
 rós,
 ringulreið hringja að opnast.

Kaupakona
 Piparmey, öldungur, mölur
 spurn þar til í dögun
 lampinn í glugga Mæju.

Kirkjugarður
 Smámynt fyrir augu, við leitum
 óbærilegs fjársjóðar
 um víðáttur hauskúpanna.

Spegill
 Eiki afhjúpaði flatan stein.
 Hann var fleytifullur
 af skýjum, sóleyjum, svikulum brosum.