Veraldarviska

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1998

The Art of Worldly Wisdom eftir Balthasar Gracián Morales. Þýdd úr ensku.

Úr Veraldarvisku:

Úr formála ensku útgáfunnar

Veraldarviska Balthasars Graciáns er ein þeirra sjaldgæfu bóka sem verða þekktari og vinsælli með hverri nýrri kynslóð lesenda - og ekki að ástæðulausu. Með þrjú hundruð gagnorðum heilræðum býður Gracián upp á hagnýta handbók um hvernig skuli komast áfram í heiminum og ná árangri í lífi og starfi.

(s. 6)

108.

Stysta leiðin til afreka er í annarra fylgd. Samskipti við rétt fólk hafa góð áhrif; við deilum siðum og viðhorfum, og smekkvísi og jafnvel hæfileikar vaxa smátt og smátt. Fljóthuginn skyldi því gerast félagi hins seinláta, og aðrar skapgerðir fylgja sömu reglu, svo að hið gullna jafnvægi komist á með eðlilegum hætti. Það er mikil list að lifa sáttur við aðra. Víxlverkun andstæðna fegrar veröldina og heldur henni gangandi, og stuðli hún að samræmi í hinum efnislega heimi, því fremur er hún fær um það í hinum siðferðilega. Beittu þessari reglu í vali þínu á vinum og velunnurum - með því að sameina andstæðurnar, því greiðari verður meðalvegurinn.

(s. 70)

191.

Þiggðu ekki kurteisina sem borgun. Það eru eins konar svik. Sumir þurfa engar dularfullar jurtir í galdraseyði sitt, því þeir töfra glópana með glæsilegri kveðju einni saman. Þeir eru eigendur Glæsibanka, og borga með innistæðulausum skjallyrðum. Að lofa öllu er að lofa engu - loforð eru gildrur glópanna. Hin sanna kurteisi felst í því að sinna skyldum sínum; allt óekta og einkum hið gagnslausa er svik. Slíkt er ekki virðing, heldur aðferð til að ná valdi. Einlæg kveðja hyllir ekki manninn sjálfan, heldur hætti hans, og hrósyrðin beinast ekki að eiginleikunum sem við blasa, heldur miða að því að bæta aðstöðu þess sem hrósar.

(s. 122)