Vetraráform um sumarferðalag

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1991
Flokkur: 

Úr Vetraráformum um sumarferðalag:

Margt í mörgu

I

Í dag mætti ég mórauðum
hundi sem ég kannaðist ekki
við, hann var að vappa við
kirkjugarðinn og horfði
brúneygur á mig og urraði
svo lágt: ,,Það er komin
nótt á Ísafirði.

II

Á morgun ætla ég að
horfa á rigninguna
ef ekki verður sól
og ganga meðfram kerfilrunnum
við gula húsið og raula sálm
um dýrin

(22)