Vetrarmegn

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2003
Flokkur: 


Úr Vetrarmegn:

Dropinn

Fyrsta fullorðinsbókin sem hann las var Moby Dick. Hann sagði á eftir að í henni væru of miklar og nákvæmar lýsingar. Til dæmis eins og: Dropinn datt af laufinu og féll með ógnarmiklum hraða.
 Hann vissi ekki að sum bandarísk skáld lesa Moby Dick sem ljóð.
 Lítið eitt eldri sagðist hann dýrka Hringadróttinssögu og bækur Tolkiens. En það er erfitt að lesa þær. Í annað sinn er það ekki erfitt.
 Í skólanum les hann Orustuna um Bretland og liggur í sagnfræðibókum heima. Harry Potter freistar margra. Nú er það sagan um skrímslið hættulega sem banvænt er að ná augnsambandi við og vondi karlinn stjórnar.

(s. 74)