Við ísabrot

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1969
Flokkur: 

Úr Við ísabrot:

Nafnlaust ljóð

Ég sem orðum ann
nefndi einatt í auðmýkt
konu mann
líf mold vatn,
á vörum brann
veikasta sögnin
að elska,
fann mér hóglega
á hjarta lagt:
án mín fær skáldið
ekkert sagt.

Hver ert þú?
Ég er þögnin.