Von

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1992
Flokkur: 
Teikningar eftir Jean Posocco.

Úr Von:

- Vertu ekki að skipta þér af því
sem þér kemur ekki við
hvæsti ég á hann.
- Þú skalt ekki halda
að ég kæri mig um að keppa
fyrir bekk eins og okkar!

- Jæja!
Lúlli var eins og bolabítur í framan.

- Þið komið illa fram við Kristján
bara af því að hann
vill ekki spila fótbolta.
Þið komið illa fram við alla
sem eru ekki alveg eins og þið.

Krakkarnir horfðu stórum augum á mig
og sumir voru eldrauðir í framan.

- Haldið þið að ég sé búin að gleyma
hvað þið voruð leiðinleg í fyrra
og hvernig þið létuð!
Bara af því að ég var öðruvísi ...

Allt í einu tók ég eftir því
að ég var farin að hrópa
af einskærri reiði.
En ég gat ekki hætt.

- Mér er skítsama um bekk
sem hugsar ekki um annað
en fótbolta og ... og Skútuna.
Svo tók ég á rás.

Ég hljóp út úr skólanum,
hljóp heim á fullri ferð.
- Lyngheiður, kallaði Kristján
þegar ég fór fram úr honum.
- Ég þarf að tala við þig.
En ég svaraði ekki.

(s. 36-37)