Vor úr vetri

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1963
Flokkur: 

Teikningar eftir Gunnlaug Scheving.

Úr Vor úr vetri:

[brot]

Og enn er jörðin fögur eins og fyr
fjallblátt haf, með nið af yztu vogum
rís hamraey úr hvítum morgunlogum
í hljóðri tign með sól, er stendur kyr –

enn er særinn sunnanblár sem fyr
og selir halda vörð um naktar strendur,
vorið rennur sem vatn um þínar hendur
veraldarlaust með sól, er stendur kyr –

vindar hleypa hestum yfir skára
hvítavetrar, binda líf í fjötra,
vituð ér að veröldin mun nötra
í viðjum stríðs, sá dagur fer sem gára

um tímans vatn, en fögur eins og fyr
rís fold úr mar með sól er stendur kyr.