Ýmsar færslur: brot

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1989
Flokkur: 

Úr Ýmsum færslum:

Átti tal við Ragnar í Smára um hitt og þetta. Hann kveðst hafa eyðilagt mikið af einkabréfum til sín frá íslenzkum skáldum, m.a. Davíð Stefánssyni, Gunnari Gunnarssyni og Halldóri Laxness, þeim væri gerður óleikur með hugsanlegri birtingu þeirra síðar - bréfaskriftir sýni oft ,,það smæsta í mönnum eins og hann komst að orði, afbrýðisemi, auragræðgi o.fl. - og Ragnar lét mikið af því hvað þessir vinir hans hefði getað orðið ,,smáir í sendibréfunum.

Ég hlýddi til og svaraði loks eftir nokkra samræðu, að ef menn gætu ekki staðið við bréf sín, þá gætu þeir ekki staðið við sjálfan sig. (5.2. 1963)