Zombíljóðin

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1992
Flokkur: 

Úr Zombíljóðunum:

6

Í dúnmjúku skotinu skyndilega undan kveðandi fingri mér fimlega taka holdlegir drættirnir að vikna og reiðin hrikaleg frumbernsk og óttaleg en vitaskuld ekki orð undan því enni. En stendur til berlegra bóta í blóðlitum tónum trumbnanna á öflugu kasti þróarveggjanna á milli er líkamslitt í sprettu svart og blautt á bringu engilsilfrað og komið yfir ætið garg af himni og dísæt lyktin af ást og nátroði. - Og ég að nostra við mitt í fullkomnum friði ég að leggja þér magnaða sveiga rósir úr nýju sveru járni og gæfulegum blossum af notuðu böli og fornleifum ungdómsáranna. - Og svo þegar þú verður fullkominn til horfumst við á einn og sami og illa hissa og aðrir eins og gengur og þá læðist ylur í hélu og volgra í bein og bráð í skænið og limirnir liðkast og laglegt lokið marrandi mikið og þungt að ljúkast upp. Og næturlitt hvolfið sjáðu Zombí útspýttur líknarbelgur yfir einstæðingsins handhægu draumum.