Bókamessa í Bókmenntaborg

Bókamessa 2020
Bókamessa er með heldur óhefðbundnu sniði í ár þar sem enginn messa verður - en við verðum með Bókaspjall og upplestra á fésbókarsíðu Bókmenntaborgarinnar. 
Spjall dagskrá og upplýsingar um vefbókabúðir og útgefnendur er að finna á
Bókamessu í Bókmenntaborg 2020

Bókamessa í Bókmenntaborg er árlegur viðburður í nóvember. Þar sameina krafta sína Bókmenntaborgin og Félag íslenskra bókaútgefenda.
Lífleg bókmenntadagskrá fyrir alla fjölskylduna verður í Flóa á 1. hæð Hörpu báða dagana, rithöfundar mæta á svæðið, lesa úr nýjum verkum, afgreiða á básum og árita bækur sínar. Þarna gefst lesendum á öllum aldri því kærkomið tækifæri til að hitta höfunda og útgefendur og skoða útgáfu ársins. 
Útgefendur bregða á leik með lesendum, óvæntar uppákomur verða báða dagana og lesendur geta nælt sér í glóðvolgar bækur á góðu verði beint frá útgefa

 

Fyrsta Bókamessa í Bókmenntaborg var haldin árið 2011 í Ráðhúsinu og Iðnó. Síðan þá hefur Bókamessa vaxið ár frá ári og er nú einn af stóru viðburðunum í bókmenntalífi borgarinnar. Bókamessa flutti í Hörpu árið 2016 og leggur þar undir sig Flóa og salina Rímu A og B.

Á Bókamessu koma saman bókaútgefendur, höfundar og lesendur og eiga saman helgi þar sem orðlistin er í öndvegi. Fjölbreytt og skemmtileg bókmenntadagskrá er í tengslum við Bókamessu og lesendur geta nælt sér í glóðvolgar bækur á góðu verði beint frá útgefenda. 

Bókamessa árið 2019 er dagana 23. -24.  nóvember. 

Bókamessa árið 2020 er dagana 21. -22.  nóvember - aflýst. 

Bókamessa árið 2021 er dagana 20. -21.  nóvember.