Gestadvöl í Tartu, Eistlandi

Bókmenntaborgin Tartu í Eistlandi býður nú upp á gestadvöl fyrir rithöfunda og þýðendur í fyrsta sinn. Um er að ræða tveggja mánaða dvöl í október og nóvember 2017. Sækja þarf um fyrir 10. ágúst og verður niðurstaðan tilkynnt eigi síðar en 1. september næstkomandi. 

Tartu er önnur stærsta borg Eistlands og oft kölluð andans höfuðborg landsins þar sem hún hefur skipt sköpun fyrir þróun menntunar, menningar, vísinda og bókmennta á eistneskri tungu. Tartu varð Bókmenntaborg UNESCO 2015 og síðan hefur enn frekari stoðum verið rennt undir lifandi bókmenningu borgarinnar. Gestadvöl Bókmenntaborgarinnar Tartu miðar að því að auka alþjóðleg samskipti og samvinnu, stuðla að hreyfanleika rithöfunda og þýðenda, bjóða upp á skapandi og vekjandi umhverfi og veita gestunum tækifæri til að kynna verk sín fyrir eistneskum lesendum. Rithöfundar og þýðendur (sem þýða úr eistnesku) hvaðan sem er úr heiminum geta sótt um, svo framarlega sem þeir mæta þeim kröfum sem eru taldar upp hér fyrir neðan. Gestadvölin er samstarfsverkefni Eistneska bókmenntafélagsins (Estonian Literary Society), Tartu-deildar eistneska rithöfundasambandsins, Bókmenntaborgarinnar Tartu og fleiri aðila innan bókmenntageirans. 

Í boði er:

  • Tveggja mánaða dvöl á fyrrum heimili Karls Ristikivi (1912-1977). Hann var þekktur eistneskur höfundur og þykja verk hans vera meðal mikilvægustu prósaverka eistneskra bókmennta á 20. öld. Húsið, sem er rekið af Karl Ristikivi Society, var síðasta heimili hans áður en hann flúði til Svíþjóðar árið 1943.
  • Eyðslufé sem nemur 600 evrum á mánuði.
  • Ferðakostnaður til og frá Tartu, að hámarki 350 evrur.
  • Tækifæri til að sækja aðra staði heim og koma fram í öðrum borgum landsins.
  • Tengiliður sem ber ábyrgð á að skipuleggja viðburði, fundi og ferðir og aðstoðar gestinn við að taka þátt í bókmenntalífinu á staðnum.

Umsóknargögn:

Senda þarf eftirtalin gögn til eks@kirjandus.ee fyrir 10. ágúst 2017:

Viðmið:

  • Gott vald á talaðri ensku.
  • A.m.k. ein útgefin bók (skáldskapur eða annar texti), kvikmyndahandrit, leikverk eða þýðing úr eistnesku á annað tungumál.
  • Áhugi á eistneskri menningu og bókmenntum.
  • Vilji til að taka þátt í bókmenntalífinu á staðnum, þar með talið eru viðburðir, fundir, viðtöl og hátíðir.
  • Gesturinn vinni að ritverki meðan dvalið er í Tartu.

Nánari upplýsingar veitir Marja Unt
Estonian Literary Society / Tartu UNESCO City of Literature focal point
eks@kirjandus.ee

Vefsíða Bókmenntaborgarinnar Tartu