Bókmenntavefurinn hefur birt umfjöllun um nýjar bækur frá árinu 2003. Hér má lesa nýjustu umfjallanir og leita í safninu.
Bókmenntavefur
Velkomin á nýjan Bókmenntavef!
Bókmenntavefur Borgarbókasafnsins hefur nú sameinast vef Reykjavíkur Bókmenntaborgar á þessu vefsvæði, bokmenntaborgin.is. Hér fyrir neðan má finna höfundagrunn, bókmenntaumfjöllun og ýmislegt fleira sem áður var á gamla Bókmenntavefnum, bokmenntir.is, en sú slóð vísar nú hingað.
Markmið þessara breytinga er að samnýta þá vinnu sem var áður unnin á tveimur aðskildum en þó náskyldum vefjum. Borgarbókasafnið hefur verið og er ennþá einn helsti samstarfsaðili Reykjavíkur Bókmenntaborgar og þessi nýi, sameinaði vefur er liður í því samstarfi.
Ritstjórn Bókmenntavefsins verður eftir sem áður í höndum starfsfólks Borgarbókasafns. Sjá nánar á síðunni Um okkur – Bókmenntaborg og Bókmenntavefur.
Hér má finna yfirlit yfir íslensk bókmenntaverðlaun, með tilnefningum og verðlaunahöfum í gegnum tíðina, auk íslenskra tilnefninga til norrænna og evrópskra verðlauna sem Ísland er aðili að.
Upplýsingar um á annað hundrað íslenska samtímahöfunda sem skrifa skáldskap af öllum toga.
Ófullkomin samantekt á öðrum vefjum veraldar, íslenskum, sem fjalla um bókmenntir á einn eða annan hátt.