Beint í efni

Að snúa aftur: ljóðaþýðingar

Að snúa aftur: ljóðaþýðingar
Höfundur
Ýmsir höfundar
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2000
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um bókina

Að snúa aftur er safn ljóðaþýðinga eftir allmarga samtímahöfunda sem Gyrðir Elíasson, eitt helsta skáld okkar, hefur valið og þýtt. Höfundarnir eiga það m.a. sameiginlegt að þótt flestir þeirra séu löngu viðurkenndir meðal helstu skálda í sínum löndum, hafa fá ljóð verið þýdd eftir þá á íslensku hingað til.

Hér má nefna Bandaríkjamennina Richard Brautigan, Raymond Carver, James Wright, John Haines og Leo Dangel; Þjóðverjana Ralf Thenior, Barböru Köhler, Kito Lorenc og Wolfgang Schiffer, Tékkann Miroslav Holub og Danina Jens August Schade og Erik Knudsen. Þá eru hér einnig ljóð eftir persneska skáldið Jelaluddin Rumi, sem uppi var á 13. öld; Kínverjana fornu Han Shan, Wang Wei og Tu Fu; og einnig er hér ljóð eftir þjóðskáld Portúgala, Fernando Pessoa.

Úr Að snúa aftur

Tu Fu

Óséður

Mér finnst heill mannsaldur
liðinn frá því ég sá Lí Pó síðast.
Hryggilegt að hann skyldi
þurfa að látast vera vitskertur,
en stjórnmálamenn sóttust
eftir lífi hans, og nú virðist
ég vera sá eini sem hef
skilning á þeirri snilld
sem birtist í Þúsund ljóðum
hans; hrakinn af stormum
á hann enga huggun lengur
nema vínið. Í aðsetri sínu
á Kwang-hæðum lá hann
yfir bókum, er honum
annað fært en að snúa
þangað aftur, meðan
hár hans gránar?
(s. 14)
 

Richard Brautigan

Bréfberinn

Lykt af grænmeti
 á köldum
  degi
gerir allt svo raunverulegt,
einsog þegar riddari leitar
að kaleiknum helga eða
bréfberi á sveitavegi leitar
að býli sem ekki er til.
 Gulrætur, piparrót, og ber.
 Nerval, Baudelaire, og Rimbaud.
(s. 56)

Fleira eftir sama höfund

Hjaltlandsljóð

Lesa meira
Takk fyrir komuna

Takk fyrir komuna

Höfundar eru meistaranemar í ritlist við Háskóla Íslands.
Lesa meira

Hvísla að klettinum : ljóð, jojk, þjóðsögur og ævintýri úr fórum Sama

Lesa meira

Í andófinu : pólsk nútímaljóð

Lesa meira

Hrafnar í skýjum : ljóð frá ýmsum löndum

Lesa meira

Birtan yfir ánni

Lesa meira

Eitthvað illt á leiðinni er

Lesa meira

Flautuleikur álengdar. Ljóðaþýðingar

Lesa meira

Ljóðarými: skáldskapur frá Asíu og Norðurlöndunum

Lesa meira