Beint í efni

Ærlegi lærlingurinn

Ærlegi lærlingurinn
Höfundur
Ísak Harðarson
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2013
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Skáldsagan The Accidental Apprentice eftir Vikas Swarup, í þýðingu Ísaks.

Um bókina:

Sapna Sinha er 23 ára afgreiðslustúlka á lúsarlaunum sem býr með systur sinni og móður, er skotin í nágrannanum og lætur sig dreyma um að verða ritstjóri á bókaforlagi. Einn góðan veðurdag kemur einn ríkasti maður Indlands að máli við hana og gerir henni ótrúlegt tilboð: að hún verði stjórnarformaður fyrirtækjasamsteypu hans ef hún leysi sjö þrautir. Hvað gengur manninum til? Er Sapna leiksoppur eða hin útvalda? Og hvernig fléttast myrk fortíð fjölskyldunnar inn í þetta allt saman? Þegar Sapna lætur slag standa hefst svo æsileg atburðarás að lesandinn hefur varla undan að fletta síðunum á þeysireið um þetta litríka og einstæða samfélag, fullt af andstæðum fegurðar og ljótleika.

Úr bókinni:

„Velkominn, herra, mætti bjóða þér að skoða úrvalið af stóru flatskjáunum okkar? Við erum einmitt með nokkur frábær tilboð núna.“ Ég sendi kúnnanum einstaklega smjaðurslegt bros, rétt eins og sölufólkið á Home-Shop-rásinni gerir jafnan.

Það er laugardagur, 18. desember. Vika er liðin frá stefnumóti mínu við Acharya og ég hef verið undirlögð af áhyggjum. Ég hef aldrei verið haldin prófkvíða, en ég þarf ekki annað en að hugsa til prófa Acharya og þá fæ ég undarlegan kvíðahnút í magann. Kannski fyrst og fremst vegna þess að ég veit ekkert um þau, og óvissan gerir mig stressaða. Þar við bætist að verslunin er orðin eins og vitfinningahæli. Spennan út af Heimsbikarkeppninni er að ná hámarki og salan á sjónvörpum hjá okkur þýtur upp úr öllu valdi. Í morgun varð starfsfólkið frá sér numið af æsingi þegar við fréttum að Bollywoodleikkonan Priya Capoorr væri væntanleg í heimsókn til okkar eftir hálfan mánuð. Hún er á auglýsingasamningi hjá Sinotron Corporation og ætlar að kynna nýjustu sjónvörpin þeirra.

Ýmislegt fleira hefur gerst. Við erum búin að fá nýjan gjaldkera sem heitir Arjun Soni. Hann er feitur slóði sem er alltaf að gófla í sig hnetum og svarar spurningum manns með tómum útúrsnúningum. Neelam, ein af stelpunum hérna, ætlar að hætta í næsta mánuði því hún er að fara að gifta sig. Kærastinn hennar er brottfluttur Indverji og býr í Stokkhólmi. Hún er spennt fyrir því að flytja til Svíþjóðar sem hún veit eiginlega ekkert um.

Eftir hádegið er ég kölluð inn til verslunarstjórans. „Sapna, ég var að líta á sölutölurnar þínar. Þú ert aftur komin á toppinn,“ segir hann og ljómar allur. Uppgerðarlegt glott hans, sem berar gular tennurnar, minnir mig alltaf á Jeevan, bófa í gamalla bíómynd, og ég er strax á verði. Madan brosir aldrei, nema þegar hann ætlar sér að fá starfsfólkið til að gera eitthvað, eins og að vinna yfirvinnu eða mæta á sunnudögum.

„Þú manst eftir Kuldip Singh, herramanninum sem keypti heilan bílfarm af vörum í síðustu viku?“ heldur hann áfram.

„Meinarðu bóndann frá Haryana?“

„Já, einmitt.“ Madan kinkar kolli. „Hann hringdi hingað í dag og sagði að enginn á hans heimaslóðum kynni neitt á tækin se hann keypti. Hann vill að einhver af starfsfólkinu hérna geri sér ferð í þorpið til þeirra og útskýri notkunarleiðbeiningarnar. Þú skilur?“

„Já. Hvernig væri að senda einhvern af strákunum?“

„Það er nú málið,“ andvarpar Madan. „Hann vill bara þig, virðist svona yfir sig hrifinn af þér. Og semsagt, þá viljum við að þú farir þarna í þorpið til hans á morgun og sýnir honum hvernig sjónvarpið og þvottavélin og hljómflutningskerfið og dvd-spilarinn virka. Við greiðum allan ferðakostnaðinn og svo færðu fimm hundruð rúpíur að auki.“

(63-4)

Fleira eftir sama höfund

Öreigarnir í Lódz

Lesa meira

Hjörturinn skiptir um dvalarstað

Lesa meira

Þúsund hamingju spor

Lesa meira

O den här poeten: Den lilla stan mellan hav och himmel: På strandiska

Lesa meira

Þúsund vísdóms spor

Lesa meira

Þunglyndi: orsök og lækning

Lesa meira

Listin að stjórna eigin lífi: Virkjaðu þinn innri kraft

Lesa meira

Hamingja í lífi og starfi

Lesa meira

Kátir krakkar og Trölla-Pétur

Lesa meira