Beint í efni

Ævintýralegt samband

Ævintýralegt samband
Höfundur
Andrés Indriðason
Útgefandi
Æskan
Staður
Reykjavík
Ár
1997
Flokkur
Barnabækur

Um bókina

Bókin fjallar um Dúdda og Júlíönu, samband þeirra og fleira ævintýralegt . En hver er hann Dúddi í raun og veru? Hvaða umskipti verða í lífi hans daginn sem hann byrjar í níunda bekk? Hvað er það sem enginn má vita nema skólastjórinn og Júlíana sem hann er bálskotinn í? Hvernig verður henni við þegar hann segir henni sannleikann um sjálfan sig? ­

úr bókinni

 Hann fann allt í einu að hann var ekki einn. Opnaði annað augað til hálfs en flýtti sér að loka því aftur.
 Mamma hans stóð yfir honum. Hvað var nú? Ætlaði hún að halda áfram með þetta rugl?
 - Já, já, ég er álfur! Það þarf ekki að ræða það!
 Hann hrópaði yfir músíkina í von um að honum tækist að hrista hana af sér. Opnaði augun og brosti svo að hún sæi að honum þætti þetta ofboðslega sniðugt.
 En það hafði ekki tilætluð áhrif. Hún slökkti á græjunum og sagði stillilega að hún yrði að fá að tala við hann áður en hún færi að bera út póstinn.
 - Ég get vel skilið að þú eigir erfitt með að trúa því sem ég var að segja, Dúddi minn, en það er satt. Hreina satt. Þú ert álfur.
 - Einmitt.
 - Ég bjóst við að það yrði erfitt að fá þig til að trúa því.
 - Jæja?
 - Já. Þetta er svo sérstakt.
 - Þú hlýtur þá líka að vera álfur.
 - Ég er það.
 - Og pabbi.
 - Já, já. Pabbi þinn er líka álfur. Við erum öll álfar.
 - Allir Íslendingar?
 - Nei, nei. Bara við. Á þessu heimili.

Hann skellti upp úr. Gat ekki annað en hlegið. Þetta var svo fráleitt.
 Og þá gafst hún upp.
 - Það er best að pabbi þinn tali við þig í kvöld, sagði hún og gekk til dyranna. Ef þú trúir honum heldur ekki verðum við að fara yfir um.
 - Fara yfir um?
 - Já.
 - Hvað meinarðu?
 - Til þess að sannfæra þig.
 Hún sagði ekki meira. Fór.
 Hann reis upp við dogg og nú kom yfir hann sú hugsun að það væri kannski ekki ástæða til að hlæja að þessu. Að þetta væri kannski alls ekki fyndið.
 Hún var búin að standa á haus undanfarnar vikur fyrir íbúasamtökin í hverfinu. Hún var formaður þeirra og hafði sett það á oddinn með miklum þunga að hraunhóll handan götunnar sem átti að jafna við jörðu yrði friðaður. Þetta var langsamlega brýnasta hagsmunamálið!
 Það var með ólíkindum hvað hún og pabbi hans höfðu gengið vasklega fram í þessu stríði við bæjaryfirvöldin og það var líka lyginni líkast hvað þau tóku nærri sér þegar ljóst varð að þau hefðu farið halloka.
 Var nokkur furða þó að sú spurning vaknaði núna hvort þetta hefði orðið henni um megn?
 Var hún farin að tapa sér?

(s. 17-19)

Fleira eftir sama höfund

Ég veit hvað ég vil

Lesa meira

Ein langer Winter für Páll

Lesa meira

Eins og skugginn

Lesa meira

Elísabet

Lesa meira

Elsku barn!

Lesa meira

Manndómur

Lesa meira

Það var skræpa

Lesa meira

Það var skræpa

Lesa meira

Sprelligosar

Lesa meira