Beint í efni

Áin

Áin
Höfundur
Bubbi Morthens
Útgefandi
Salka
Staður
Reykjavík
Ár
2009
Flokkur
Ferðasögur

um bókina

Laxá í Aðaldal geymir stóra laxa og mikla sögu. Margir kunnir veiðimenn hafa gengið þar um bakkana með von í brjósti um að krækja í „þann stóra“. Hjá sumum hafa draumarnir ræst, aðrir fara heim með löskuð hjörtu, en koma þó flestir fljótlega til baka fullir af veiðihug og bjartsýni. Slagæð dalsins, fóstran stóra, sem streymir þung og hæg milli gróðri vafinna bakka, hefur ekki aðeins aðdráttarafl vegna höfðingjanna sem í henni búa, heldur líka vegna umhverfisins sem á vart sinn líka hér á landi. 

Bubbi Morthens er einn þeirra sem Áin hefur laðað til sín og það var ást við fyrstu sýn. Hér rekur Bubbi sögu laxveiða á Nessvæðinu allt frá fyrsta fluguveiðimanninum sem kenndi Þorgrími í Nesi að fara með stöng, til ungu mannanna sem nú ráða ríkjum. Lesandinn fær að kynnast fólki á borð við Heimi á Tjörn, Steingrími í Nesi, Lissý á Halldórsstöðum, svo fáir séu nefndir, og lýsingar af glímunni við ofurlaxa með sporða á við skóflublað.

Fleira eftir sama höfund

orð, ekkert nema orð

Orð, ekkert nema orð

og niðrí myrkrinu má sjálfsagt finna tilgang.
Lesa meira

Öskraðu gat á myrkrið

Lesa meira

Velkomin

Lesa meira

Hreistur

Lesa meira

Að kasta flugu í straumvatn er að tala við guð

Lesa meira

Djúpríkið

Lesa meira

Bubbi - samtalsbók

Lesa meira