Beint í efni

Algjört frelsi

Algjört frelsi
Höfundur
Auður Jónsdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2001
Flokkur
Barnabækur

Meðhöfundur er Þórarinn Leifsson sem myndskreytti bókina.

Úr Algjöru frelsi:

Á bílastæðinu fyrir utan Beygluna sat sorgmæddur leigubílstjóri í bílnum sínum. Hann hafði nýlokið við að lesa Morgunblaðið í þriðja skipti til að drepa tímann. Undanfarna daga hafði hann ekki fengið neina viðskiptavini og fyrir vikið var buddan hans galtóm. Leigubílstjórinn skildi ekki hvers vegna enginn vildi kaupa þjónustu hans, enda var hann góður ökumaður og ætíð almennilegur við fólkið sem hann keyrði. Áhyggjurnar viku skjótt fyrir undrun þegar honum varð litið á inngang Beyglunnar. Út um dyrnar kom lítil stelpa á harðahlaupum og dró gamlan, móðan karl með hækju á eftir sér. Til að kóróna skringilegheitin var gamli karlinn sköllóttur öðrumegin á höfðinu en hinumegin sveifluðust ferskjulitir lokkar. Lestina rak lítill hundur og þegar leigubílstjórinn opnaði rúðuna til að athuga félagana nánar heyrði hann ekki betur en hundurinn talaði mannamál. Hann gelti: Hlaupið hratt! Tískulöggan er að ná okkur.
 Tískulögga, sagði leigubílstjórinn við sjálfan sig, hvað er nú það?
 Hann fékk samstundis svar við spurningunni. Á hæla hundsins kom litríkur kauði, grimmdarlega sigurviss á svip því ekki vantaði nema hársbreidd upp á að hann gæti gripið í gamla manninn.
 Leigubílstjóranum leist svo illa á svonefnda tískulöggu og skynjaði að stelpan, hundurinn og öldungurinn væru í hættu. Hann brást snöggt við, startaði bílnum, keyrði hratt upp að flóttafólkinu og bauð því far. Þau vippuðu sér inn á augabragði og rétt náðu að skella hurðinni framan í smetti tískulöggunnar áður en bíllinn brunaði af stað.

(s. 44 - 45)

Fleira eftir sama höfund

Daarginds

Lesa meira

Folket i kjällaren

Lesa meira

Ósjálfrátt

Lesa meira

Fólkið í kjallaranum

  
Lesa meira

Litli lögfræðingurinn

Lesa meira

Stjórnlaus lukka

Lesa meira

Vetrarsól

Lesa meira

107 Reykjavík

Lesa meira

Stóri skjálfti

Lesa meira