Beint í efni

Ástin á tímum kólerunnar

Ástin á tímum kólerunnar
Höfundur
Gabriel García Márquez
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1986
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

El amor en los tiempos del cólera eftir Gabriel García Márquez í þýðingu Guðbergs.

2. útg. í kilju 2008, Reykjavík, Forlagið.

Úr Ástinni á tímum kólerunnar

Á skrifstofunni var skákborðið með óloknum leik, við hliðina á krukku með ótal sjóarapípum. Þrátt fyrir flýtinn og dapra lund stóðst Úrbíno læknir ekki freistinguna að athuga stöðuna í skákinni. Hann vissi að hún var frá kvöldinu áður, vegna þess að Jeremíah de Saint-Amour tefldi öll kvöld vikunnar og að minnsta kosti við þrjá ólíka mótherja, en hann lauk alltaf taflinu og geymdi síðan borðið og mennina í kassa og hann í skúffu í skrifborðinu. Hann vissi að hann átti hvítu mennina, og að þessu sinni var auðsætt að hann yrði óhjákvæmilega mát í næstu fjórum leikjum. Ef þetta hefði verið morð þá væri hér góð vísbending, sagði hann í huganum.

(s. 10)

Aftur á móti hafði Florentíno Aríza ekki hætt að hugsa um Fermínu Daza eitt andartak eftir að hún afneitaði honum skilyrðislaust eftir langt og erfitt ástarsamband, en síðan voru liðin fimmtíu og eitt ár, níu mánuðir og fjórir dagar. Hann hafði ekki þurft að hamla gegn gleymskunni með striki dregnu daglega á fangelsisveggi, vegna þess að enginn dagur hafði liðið án þess eitthvað gerðist sem minnti á hana. Þegar slitnaði upp úr sambandinu var hann tuttugu og tveggja og bjó með móður sinni, Transíto Aríza, í hálfu leiguhúsi í Gluggagötu, þar sem hún átti strax í æsku taubúð og reif líka gamlar skyrtur í linda og gamalt efni sem hún seldi sem sáraumbúðir í stríði.

(s. 51)

Fleira eftir sama höfund

Saga af sæháki...

Lesa meira

Frásögn um margboðað morð

Lesa meira

Hershöfðinginn í völundarhúsi sínu

Lesa meira

Um ástina og annan fjára

Lesa meira

Hundrað ára einsemd

Lesa meira

Liðsforingjanum berst aldrei bréf

Lesa meira