Beint í efni

Bara stælar!

Bara stælar!
Höfundur
Andrés Indriðason
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1985
Flokkur
Barnabækur

Úr Bara stælar! :

 Hann strýkur yfir hárið með annarri hendi og sveiflar töskunni í stóra hringi með hinni, gefur ekkert út á það sem hún var að segja. Hvað getur hann líka sagt?
 - Við heyrðum hvernig þú bakaðir Úlf!
 Anna Lilja setur pokann niður á tærnar á sér og horfir á hann með skrýtið bros í stórum, brúnum augum.
 - Jæja, segir hann og getur ekki annað en brosað líka, jæja, heyrðuð þið það?
 Ragnhildur hlær.
 - Það var frábært!
 Hann kastar töskunni hátt upp í loft og grípur hana, hann finnur að hitinn er að fara úr kinnunum, hann er að ná sér upp úr lægðinni, hann horfir á Ragnhildi útundan sér, hárið er bundið í tagl eins og venjulega, það er áberandi roði í kinnunum og augun eru líka áberandi blá, hún er ferlega sæt.
 - Svo að þið eruð búnar að frétta þetta?
 Anna Lilja kinkar kolli.
 - Blessaður vertu, þetta er komið út um allan skólann.
 Það renna á hann tvær grímur, hann kastar töskunni upp í loftið öðru sinni, vondir bakþankar læðast upp í hugskotið, ef hann yrði nú rekinn úr skólanum ... ef þetta kæmist í blöðin ...
 Hann skellihlær.
 - Svo að maður er bara orðinn frægur!
 - Svona líka!
 Það eru léttir straumar í loftinu, hann kastar töskunni upp aftur og aftur og grípur hana, finnur augu þeirra hvíla á sér, finnur óöryggið koma yfir sig á ný, hvar stendur hann eiginlega? Er þetta uppgerð í þeim að láta sem hann sé svona merkilegur allt í einu, finnst þeim hann í alvöru töff?

(s. 37-8)

Fleira eftir sama höfund

Wie versteckt man rote Ohren?

Lesa meira

Enga stæla!

Lesa meira

Bara okkar á milli

Lesa meira

Bara við tvö

Lesa meira

Ævintýralegt samband

Lesa meira

Með stjörnur í augum

Lesa meira

Það var skræpa

Lesa meira

Köttur úti í mýri

Lesa meira