Beint í efni

Bara stælar!

Bara stælar!
Höfundur
Andrés Indriðason
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1985
Flokkur
Barnabækur

Úr Bara stælar! :

 Hann strýkur yfir hárið með annarri hendi og sveiflar töskunni í stóra hringi með hinni, gefur ekkert út á það sem hún var að segja. Hvað getur hann líka sagt?
 - Við heyrðum hvernig þú bakaðir Úlf!
 Anna Lilja setur pokann niður á tærnar á sér og horfir á hann með skrýtið bros í stórum, brúnum augum.
 - Jæja, segir hann og getur ekki annað en brosað líka, jæja, heyrðuð þið það?
 Ragnhildur hlær.
 - Það var frábært!
 Hann kastar töskunni hátt upp í loft og grípur hana, hann finnur að hitinn er að fara úr kinnunum, hann er að ná sér upp úr lægðinni, hann horfir á Ragnhildi útundan sér, hárið er bundið í tagl eins og venjulega, það er áberandi roði í kinnunum og augun eru líka áberandi blá, hún er ferlega sæt.
 - Svo að þið eruð búnar að frétta þetta?
 Anna Lilja kinkar kolli.
 - Blessaður vertu, þetta er komið út um allan skólann.
 Það renna á hann tvær grímur, hann kastar töskunni upp í loftið öðru sinni, vondir bakþankar læðast upp í hugskotið, ef hann yrði nú rekinn úr skólanum ... ef þetta kæmist í blöðin ...
 Hann skellihlær.
 - Svo að maður er bara orðinn frægur!
 - Svona líka!
 Það eru léttir straumar í loftinu, hann kastar töskunni upp aftur og aftur og grípur hana, finnur augu þeirra hvíla á sér, finnur óöryggið koma yfir sig á ný, hvar stendur hann eiginlega? Er þetta uppgerð í þeim að láta sem hann sé svona merkilegur allt í einu, finnst þeim hann í alvöru töff?

(s. 37-8)

Fleira eftir sama höfund

Ég veit hvað ég vil

Lesa meira

Ein langer Winter für Páll

Lesa meira

Eins og skugginn

Lesa meira

Elísabet

Lesa meira

Elsku barn!

Lesa meira

Manndómur

Lesa meira

Það var skræpa

Lesa meira

Það var skræpa

Lesa meira

Sprelligosar

Lesa meira