Beint í efni

Barnapíubófinn, Búkolla og bókarránið

Barnapíubófinn, Búkolla og bókarránið
Höfundur
Yrsa Sigurðardóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2000
Flokkur
Barnabækur

Úr Barnapíubófinn, Búkolla og bókarránið:

Barnapíubófinn

Bergþór var stór og þrekvaxinn.  Mamma er ekki lítil en Bergþór var alveg einum kókópuffs pakka hærri en hún.  Hann var rauðhærður með úfið hár og undan erminni sá ég mér til mikillar ánægju glitta í tattó.  Það gægðist líka eitt upp úr hálsmálinu.  Mamma kynnti okkur og við fimm heilsuðum Bergþóri með handabandi.  Höndin á Bergþóri var svo stór að mín hvarf algerlega inn í hana.  Hann var freknóttur á handarbökunum og líka í framan.  Freknurnar framan í honum voru meira að segja svo þéttar að á mörgum stöðum runnu margar litlar freknur saman í eina stóra.  Bergþór klæddi sig úr yfirhöfninni og skónum og við fórum öll inn í stofu.
Þegar Bergþór var kominn úr jakkanum og sestur í sófann sást tattóið ennþá betur.  Elísabet starði á það og sagði upp úr eins manns hljóði: „Kallinn er með drusl á hendinni.“  Mamma brosti vandræðalega og þóttist ekkert skilja.  Elísabet endurtók þetta þá aðeins hærra:  „Kallinn er með drusl á hendinni.“  Mamma flýtti sér að bjóða Bergþóri kaffi og fór inn í eldhús.  Mér fannst flott að Bergþór vildi svart kaffi.  Engin væmni hjá honum.
„Vá, ertu ekki glaður að vera kominn til okkar?“ spurði Hersir sem var að springa úr spenningi.  „Ég meina, varstu ekki bara núna að koma úr fangelsinu?“  Mamma hafði bannað okkur að nefna fangelsi því hún hélt að Bergþóri þætti það vandræðalegt.  Hersir hafði greinilega gleymt því.
„Ha, jú jú,“ sagði Bergþór.  Hann reyndi að brosa.
Mamma kom inn með kaffið.  Hersir reyndi að ganga í augun á Bergþóri með því að vilja líka kaffi en mamma hvessti bara á hann augun og sagði:  „Hvaða vitleysa, fáðu þér bara mjólk.“  Þá roðnaði Hersir pínulítið.  Mamma og Bergþór ræddu svo lengi saman meðan við systkinin sátum og góndum á Bergþór.  Af og til sagði Elísabet:  „Skammastuðín kall.  Þú ert með drusl á hendinni.“  Mamma brosti vandræðalega en Bergþór lét þetta ekkert á sig fá.  Þegar Elísabet var farin að segja þetta svo til án afláts þá bretti hann meira að segja upp ermina og sýndi henni tattóið.

(s. 34-35)

Fleira eftir sama höfund

Brakið

Lesa meira

Ég man þig

Lesa meira

Ultimes rituels

Lesa meira

Brakið

Lesa meira

Ég man þig

Lesa meira

Þar lágu Danir í því

Lesa meira

Kolmas Märk

Lesa meira

Cinza e Poeira

Lesa meira