Beint í efni

Bjarg

Bjarg
Höfundur
Sigurlín Bjarney Gísladóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2013
Flokkur
Ljóð

um bókina

 

Ljóðaflokkurinn Bjarg er um blokk og fólkið sem í henni býr. Yfirleitt þykja blokkir á Íslandi ekki kjörlendi ljóða en þessi bók afsannar það. Blokkin er á höfuðborgarsvæðinu, hún er átta hæða, með sex íbúðum á hverri hæð. Fangað er eitt afdrifaríkt andartak í lífi blokkarinnar, litið við í öllum hugskotum og ferðast upp eftir stigagöngunum uns komið er á efstu hæð.

Þá höfum við kynnst ástföngnu fólki og afbrýðisömu, tónelsku, beisku, uppstökku, draumlyndu og drykkfelldu. Allan tímann er einn íbúinn á leiðinni niður en aðeins fáir taka eftir honum, aðrir eiga nóg með sitt.

úr bókinni

6d

Ismael er hættur
að taka lyftuna

þrammar 
brunastigann
mætir skaranum

vill ekki aftur
finna
þetta sem hann fann

þegar Siggi í 1a
steig í lyftuna
og loftið fylltist
af óvæntri 
ást
teygði sig
út í það endalausa
í speglunum

Hvað er fólk
af fyrstu hæð
að þvælast um í lyftum?

Vill ekki aftur
vistola
hormónaseyti

 

 

Fleira eftir sama höfund

Fjallvegir í Reykjavík

Lesa meira

Tungusól og nokkrir dagar í maí

Lesa meira

Stínusögur

Lesa meira

Ég erfði dimman skóg

Lesa meira

Jarðvist

Lesa meira
sólrún

Sólrún

Glufa í kerfinu reyndist mín mesta gæfa.
Lesa meira

Undrarýmið

ég er hingað komin / í þennan skóg / til að finna froska, sporðdreka, snáka og mýs
Lesa meira

Svuntustrengur

Lesa meira