Beint í efni

Brennan á flugumýri

Brennan á flugumýri
Höfundur
Anna Dóra Antonsdóttir
Útgefandi
Espólín forlag
Staður
Reykjavík
Ár
2020
Flokkur
Barnabækur

um bókina 

Brennan á flugumýri eftir Önnu Dóru Antonsdóttur fjallar um atburði Sturlungaaldar eins og nafnið gefur að kynna, bæjarbrennu og brúðkaup á Flugumýri í Skagafirði árið 1253. Bókin er ætluð ungu fólki á öllum aldri og til þess lesvæn.

Myndir unnu Elísabet Kolbrá Úlfarsdóttir og Mio Storåsen.

úr bókinni

Við héldum áfram og ég fann að léttara var að draga andann. Svalandi golan strauk um vangana og þegar ég leit við sá ég að bærinn stóð allur í ljósum logum og reykurinn, mikill og svartur náði langt upp í loftið. Kannski náði reykurinn hærra en fjallið, fjallið Glóðafeykir?
   Seinna var mér sagt að reykurinn hefði sést víða í Skagafirði og Markús Marðarson hefði hlaupið í harðaspretti út í Þverá, í kirkjuna þar og sagt frá. Frá Þverá fóru svo sendiboðar yfir í Hegranes og Reynistað og menn ruku til að safna liði. 
   En þetta er löng leið og engin gat komið til hjálpar fyrr en það var of seint, alltof seint. Eyjólfur og hans menn voru farnir og áreiðanlega komnir langt áleiðis til Eyjafjarðar og heim til sín.
   Þessi atburður var mikið umtalaður í héraðinu og hvar sem tveir menn eða fleiri komu saman var byrjað að tala um brúðkaupið og brennuna á Flugumýri.

(104)

Fleira eftir sama höfund

Brúðkaupið í Hvalsey

Lesa meira

Konan sem fór ekki á fætur

Lesa meira

Voðaskotið: Saga af ólukkutilfelli

Lesa meira

Hefurðu farið á hestbak?

Lesa meira

Hafgolufólk

Lesa meira

Bardaginn á Örlygsstöðum

Lesa meira

Refir í hættu

Lesa meira

Uppskriftir stríðsáranna: matur úr íslenskum eldhúsum eftir stríð

Lesa meira