Beint í efni

Brögð í tafli

Brögð í tafli
Höfundur
Ragnar Jónasson
Útgefandi
Skjaldborg
Staður
Reykjavík
Ár
2001
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Skáldsagan They Do It With Mirrors eftir Agöthu Christie í þýðingu Ragnars.

Það er eitthvað dularfullt á seyði á sveitasetrinu Brautarbergi. Fröken Jane Marple fer þangað til að heimsækja gamla, auðuga vinkonu sína. Óvæntan gest ber að garði og skömmu síðar er framið morð og þá reynir á hina skarpskyggnu fröken Marple. Fröken Marple er eins ólík hinum hefðbundna leynilögreglumanni og hugsast getur, enda hefur margur glæpamaðurinn vanmetið hæfileika hennar - og farið flatt á því.

Úr bókinni:

Fröken Marple skyggndist hikandi um. Hún var verr til fara en hún var vön (sem betur fer hafði hún ekki gefið frá sér gömlu, doppóttu yfirhöfnina). Ungur maður gekk til hennar og sagði: „Fröken Marple?“

Röddin var óvenjulega dramatísk, líkt og hann væri að fara með upphafið á setningu á leikriti í áhugamannaleikhúsi. „Ég er hingað kominn frá Brautarbergi til að taka á móti þér.“

Fröken Marple leit á hann þakklát á svip. Heillandi, gömul kona sem virtist ósjálfbjarga, með greindarleg, blá augu – en hann hafði ekki endilega veitt því athygli. Persónuleiki unga mannsins fór ekki saman við röddina. Hann virtist ekki eins mikilvægur í fasi, jafnvel mátti segja að hann væri lítilfjörlegur. Hann hafði þann kæk að depla augunum hratt og órólega.

„Ó, þakka þér fyrir,“ sagði Marple. „Það er bara þessi ferðataska.“

Hún veitti því athygli að ungi maðurinn tók ferðatöskuna ekki upp sjálfur. Hann smellti fingrum í áttina að burðarmanni sem gekk hjá og var að ýta á undan sér handvagni með nokkrum pökkum.

„Komdu vinsamlegast með þessa tösku,“ sagði hann. Svo bætti hann við mikillátur. „Hún á að fara að Brautarbergi.“

Burðarmaðurinn sagði glaður í bragði: „Ekkert mál. Verð enga stund.“

Fröken Marple fékk það á tilfinninguna að þessi nýi kunningi hennar væri ekkert allt of ánægður með þetta. Hann vildi að Brautarbergi væri sýnd tilhlýðileg virðing.

„Lestarkerfið minnkar í áliti dag frá degi!“ sagði hann.

(20-1)

Fleira eftir sama höfund

reykjavík

Reykjavík

Í ágúst 1956 hverfur ung stúlka, Lára Marteinsdóttir, úr vist í Viðey og eftir það spyrst ekkert til hennar.
Lesa meira

Vetrarmein

Lesa meira

Hvítidauði

Lesa meira

the island

Lesa meira

Fuori dal mondo

Lesa meira

La sombra del miedo

Lesa meira

Snezna slepota

Lesa meira