Beint í efni

Brot úr dagbók sjómanns: Skáldsöguleg skýrsla

Brot úr dagbók sjómanns: Skáldsöguleg skýrsla
Höfundur
Guðjón Sveinsson
Útgefandi
Óskráð
Staður
Ár
1996
Flokkur
Skáldsögur

Úr Broti úr dagbók sjómanns:

Þegar skipstjórinn kom auga á rauð plusshægindi, nálægt miðju salar, afmörkuð með gullinni snúru, rankaði hann við sér. Vitaskuld! Þessir dimmrauðu stólar og sófar höfðu einmitt vakið athygli þeirra forðum og þeir strax dregið þá ályktun, að þar hlyti þjónustan að vera betri, þetta rauða pluss ætlað milljónerum – og ekki síður Íslendingum. Þeir höfðu engar vöflur haft á hlutunum og látið sig falla í þessi mjúku, rauðu hægindi og þóst heppnir að engir höfðu lagt þau undir sig. Þeir höfðu haft eitthvað í kollinum og þar af leiðandi átt stóran hluta heimsins, afkomendur skálda og konunga talið mest um vert að sýna að þar færu engir kotkarlar. Varla höfðu þeir náð að rétta almennilega úr skönkunum, er þjónn hafði komið aðvífandi og farið mikinn. Þeir höfðu orðið enn léttbrýnni og beðið hann umsvifalaust um vínkort, en þjónninn verið svo óðamála, gagnstætt viðurkenndri háttvísi þeirrar stéttar, að þeir höfðu hreint og beint ekki skilið hann, en fundið að eitthvað var að. Það hafði síðan komið á daginn, að þeir höfðu lagt undir sig norsku konungsstúkuna. Þar máttu engir þjói tylla, nema fólk með blóð þeirra göfugu ættar, allt frá Hálfdáni svarta, í æðum. Hann mundi enn glöggt að hafa sagt: „Við erum afkomendur norskra konunga.“ Það hafði hvergi dugað. Þjónninn sýnilega hvorki verið vel að sér í ættfræði né sögu, enda beðið þá, hávær og rauður í andliti, að yfirgefa stúkuna tafarlaust, ella yrði hann að kalla til lögreglu. Þeir verið menn friðarins og yfirgefið stúkuna, að vísu með mikilli eftirsjá, enda talið ótvíræðan rétt á sér brotinn.

(s. 40)

Fleira eftir sama höfund

Ógnir Einidals

Lesa meira

Kvöldstund með pabba - Lítil saga handa börnum

Lesa meira

Saga af Frans litla fiskastrák

Lesa meira

Sagan af Daníel I : Undir bláu augliti eilífðarinnar

Lesa meira

Sagan af Daníel II : Vetur og vorbláar nætur

Lesa meira

Sagan af Daníel III : Á bárunnar bláu slóð

Lesa meira

Sagan af Daníel IV : Út úr blánóttinni

Lesa meira

Kettlingurinn Fríða fantasía og rauða húsið í Reyniviðargarðinum

Lesa meira

Með eitur í blóðinu

Lesa meira